SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir12. júní 2023

JÖKLALEIKHÚS STEINUNNAR SETT Á SVIÐ Í ÞÝSKALANDI

 

Það hefur verið mikið að gera hjá Steinunni Sigurðardóttur undanfarið við að fylgja eftir verkum sínum, bæði heima og erlendis. Nýverið var skáldsaga hennar  Sólskinshestur, sem kom fyrst úr 2005, endurútgefin í ritröðinni Íslensk klassík, með formála eftir Guðrúnu Steinþórsdóttur bókmenntafræðing.

 

Síðastliðinn laugardag var svo leikgerð sem unnin var upp úr annarri og eldri skáldsögu Steinunnar, Jöklaleikhúsinu (2002), frumsýnd í Þýskalandi, nánar tiltekið í Nýja leikhúsinu í Halle:  Gletschertheater, Neues Theater Halle an der Saale

 

 
 
Steinunn fagnaði frumsýningunni og sést á myndinni hér við hliðina taka á móti blómum og hamingjuóskum.
 
Skáldsagan Jöklaleikhúsið er kostuleg kómedía þar sem sagt er af litlu samfélagi á Austurlandi sem er að undirbúa leiksýningu á Kirsuberjagarði Chekovs uppi á jökli. Í bókinni er mikið um kynjausla og ærsl og væri gaman að sjá verkið fært upp á stóru íslensku leiksviði. 
 
 
 
Leikfélag Hornafjarðar setti skáldsöguna á svið fyrir mörgum árum við miklar vinsældir, enda er sjálft sögusviðið sótt þangað og margar dásamlegar náttúrulýsingar ættaðar úr Ríki Vatnajökuls setja sterkan svip á frásögninni.
 

 

 

 

 

Tengt efni