BLÓMIN VAXA Í SPORI
Brynhildur Lilja Bjarnadóttir
fæddist 20. febrúar 1934 og var frá Hvoli, Aðaldal í Norður-Þingeyjarsýslu. Brynhildur stundaði hjúkrunar og ljósmóðurstörf víða um land ásamt því að semja ljóð sér til gamans í mörg, mörg ár og árið 1984 kom út falleg ljóðabók sem hún gaf nafnið ,,Hraungróður". Nafnið gefur til kynna náið samband hennar við náttúruna og á bakhlið bókarinnar segir að að hraungróðurinn spretti upp við erfið skilyrði, í hörðu og hrjóstugu umhverfi þar sem lífskilyrðin eru erfið. Heimahagar hennar eru henni ofarlega í huga, náttúra landsins og fólkið sem það byggir. Ljóðið ,,Vornótt í Aðaldal" eru knappar, formfagrar ferskeytlur í þremur erindum og ort við fögnuð vorins, litadýrðinni og því sem einkennir landslagið og gróandann í náttúrunni á þessum tíma. ..og sólin logaleiftri slær/loftið, fjöllin, hafið/svo úfið hraunið, áin tær/allt er litum vafið.
Í heild er ljóðið svona.: