SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Birna Anna Björnsdóttir

Birna Anna Björnsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1975. Hún lauk stúdentsprófi frá Mennaskólanum við Hamrahlíð, BA gráðu í heimspeki frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í bókmenntafræði frá New York University. Birna Anna var blaðamaður og pistlahöfundur hjá Morgunblaðinu, ýmist í fullu starfi eða lausaskrifum, á árabilinu 1998-2008.

Birna Anna skrifaði, ásamt Oddnýju Sturludóttur og Silju Hauksdóttur, skáldsöguna Dís sem kom út árið 2000 og var síðar kvikmynduð og frumsýnd 2004. Þær skrifuðu einnig handrit kvikmyndarinnar. Þá hefur Birna Anna sent frá sér tvær skáldsögur til viðbótar, Klisjukenndir og Perlan - meint skinkuvæðing íslensku kvenþjóðarinnar í kjölfar efnahagshrunsins.

Birna Anna er búsett í New York ásamt eiginmanni sínum og tveimur dætrum.


Ritaskrá

  • 2020 107 Reykjavík (ásamt Auði Jónsdóttur)
  • 2017 Perlan
  • 2004 Klisjukenndir
  • 2000 Dís

Tengt efni