Halla Lovísa Loftsdóttir
Halla Lovísa Loftsdóttir er fædd 12. júní 1886 að Kollabæ í Fljótshlíð. Þar ólst hún upp með afa sínum og ömmu til tíu ára aldurs, en fór þá með foreldrum sínum að Miðfelli í Hrunamannahreppi. Höllu langaði til að læra í æsku en hafði ekki kost á því og var því með öllu sjálfmenntuð. Vorið 1911 fluttist hún að Sandlæk í Gnúpverjahreppi og giftist sama sumar Ámunda Guðmundssyni. Þar hófu þau búskap árið 1913, eignuðust sjö börn, en fimm komust til fullorðinsára. Ámundi lést úr spænsku veikinni 1. desember frá konu og ungum börnum. Halla bjó áfram með bróður sínum á Sandlæk við erfið lífskjör. Haustið 1913 fluttist hún til Reykjavíkur þar sem hún stundaði ýmsa heimavinnu, einkum vélprjón. Halla var mjög áhugasöm um félags- og menningarmál og starfaði lengi í Kvenréttindafélagi Íslands. Hún birti ljóð í tímaritum, m.a. Eimreiðinni og síðar Emblu. Ljóðabók hennar, Kvæði, kom út 1975, en Halla lést 15. nóvember sama ár.
Textinn er tekinn orðréttur frá Helgu Kress:
- Helga Kress. 2001. „Halla Lovísa Loftsdóttir 1886-1975“, bls. 217. Stúlka. Ljóð eftir íslenskar konur. Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, Reykjavík.
Myndin er fengin af instawebgram.com, sjá hér.
Ritaskrá
- 1975 Kvæði