Jósefína Meulengracht Dietrich
Jósefína Meulengracht Dietrich er roskin læða og femínisti sem bý á Akranesi. Hún flutti þangað úr Kattholti í Reykjavík árið 2009. Áður en hún kom í Kattholt var hún húsnæðislaus og bjó við afar kröpp kjör.
Jósefínubók er fyrsta ljóðabók Jósefínu og rennur ágóði af sölu hennar til Kattavinafélagsins.
Jósefína fór á hinar eilífu veiðilendur 5. maí 2020. Hún hafði verið heilsulaus og gekkst undir rannsókn á dýraspítalanum í Mosfellsbæ. Athugun á blóðsýnum sem þar voru tekin bentu til að hún væri með krabbamein í lifur.
Þótt Jósefína hafi verið máttfarin undir það síðasta malaði hún fyrir fólkið sitt til hinsta dags.
Ritaskrá
- 2019 Jósefínubók