SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Kristín Helga Gunnarsdóttir

Kristín Helga Gunnarsdóttir fæddist 24. nóvember 1963 í Reykjavík.

Eftir stúdentspróf stundaði hún nám við Háskólann í Barcelona og lauk síðan B.A. prófi í spænsku og fjölmiðlafræði frá University of Utah í Salt Lake City 1987. Hún tók próf frá Leiðsögumannaskóla Íslands árið 1994.

Kristín Helga hefur starfað sem leiðsögumaður og fararstjóri, verið flugfreyja hjá Flugleiðum og hún var fréttamaður hjá Stöð 2 og Bylgjunni 1987-1998. Frá 1998 hefur hún einbeitt sér að skrifum og blaðamennsku.

Fyrsta bók Kristínar Helgu, Elsku besta Binna mín, kom út árið 1997 og síðan hefur hún gefið út fjölmargar bækur fyrir börn. Hún hlaut Barnabókaverðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur árið 2001 fyrir bókina Mói hrekkjusvín og hefur síðan hlotið fleiri viðurkenningar fyrir verk sín, m.a. Bókaverðlaun barnanna ítrekað, Vestnorrænu barnabókaverðlaunin og Sögustein, barnabókaverðlaun IBBY á Íslandi.

Kristín Helga er gift og á þrjú börn. Hún býr í Garðabæ.

Mynd af höfundi: Ljósmyndasafn Reykjavíkur.

 


Ritaskrá

  • 2023  Obbuló í Kósímó: Nammið 
  • 2023  Obbuló í Kósímó: Myrkrið 
  • 2021  Ótemjur
  • 2019  Fjallaverksmiðja Íslands
  • 2018  Fíasól gefst aldrei upp
  • 2017  Vertu ósýnilegur: flóttasaga Ishmael
  • 2015  Litlar byltingar: Draumar um betri daga
  • 2015  Mói hrekkjusvín: Landsmót hrekkjusvína
  • 2014  Mói hrekkjusvín: Misskilinn snillingur
  • 2013  Móti hrekkjusvín: Kúreki í Arisóna
  • 2012  Grímsævintýri: Ævisaga hunds
  • 2011  Ríólítreglan
  • 2010  Fíasól og litla ljóðaránið
  • 2008  Fíasól er flottust
  • 2007  Draugaslóð
  • 2006  Ferðabók Fíusólar
  • 2006  Fíasól á flandri
  • 2005  Fíasól í Hosiló
  • 2004  Fíasól í fínum málum
  • 2003  Strandanornir
  • 2003  Loftur og gullfuglarnir
  • 2002  Gallsteinar Afa Gissa
  • 2001  Í mánaljósi: Ævintýri Silfurbergsþríburanna
  • 2000  Mói hrekkjusvín
  • 1999  Milljón steinar og hrollur í dalnum
  • 1998  Bíttu á jaxlinn Binna mín
  • 1998  Keikó: Hvalur í heimsreisu
  • 1997  Elsku besta Binna mín

 

Verðlaun og viðurkenningar

  • 2017  Bókaverðlaun starfsfólks bókaverslana fyrir Vertu ósýnilegur: flóttasaga Ishmael
  • 2009  Sögusteinn, barnabókaverðlaun IBBY á Íslandi fyrir feril
  • 2008  Bókaverðlaun barnanna fyrir Fíasól er flottust
  • 2008  Barna- og unglingabókaverðlaun Vestnorræna ráðsins fyrir Draugaslóð
  • 2008  Draugasögusamkeppni Mýrarinnar og Forlagsins í tilefni hátíðarinnar Draugar úti í mýri, 2. verðlaun: „Rauð húfa“
  • 2006  Bókaverðlaun barnanna fyrir Fíasól á flandri
  • 2005  Bókaverðlaun barnanna fyrir Fíasól í Hosiló
  • 2004  Bókaverðlaun barnanna fyrir Strandanornir
  • 2004  Vorvindar, viðurkenning IBBY á Íslandi fyrir Strandanornir
  • 2002  Bókaverðlaun barnanna fyrir Í Mánaljósi
  • 2001  Barnabókaverðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur fyrir Móa hrekkjusvín

 

Tilnefningar

  • 2024  Til Fjöruverðlaunanna fyrir Fíasól í logandi vandræðum
  • 2018  Til Fjöruverðlaunanna fyrir Vertu ósýnilegur: flóttasaga Ishmael
  • 2017  Til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Vertu ósýnilegur: flóttasaga Ishmael
  • 1999  Til Barnabókaverðlauna Fræðsluráðs Reykjavíkur fyrir Milljón steinar og Hrollur í dalnum

 

Tengt efni