Ragnhildur Hólmgeirsdóttir
Ragnhildur Hólmgeirsdóttir er fædd árið 1988 í Reykjavík. Hún lauk B.A. prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 2011 og M.A. gráðu í miðaldafræðum frá sama skóla árið 2015. Auk ritstarfa hefur hún sinnt ýmsum þjónustustörfum, skrifað fyrir útvarp og unnið á skjalasafni. Ragnhildur hefur sent frá sér skáldsögurnar Koparborgin (2015) og Villueyjar (2019).
Báðar bækurnar gerast í fantasíukenndum heimi og falla í flokk ungmennabóka. Í Koparborginni er sögusviðið borgríki sem minnir að sumu leyti á Ítalíu í óræðri fortíð. Villueyjar gerist i sama heimi, en í öðru landi og á öðrum tíma. Þar minnir sögusviðið á Bretlandseyjar einhvern tíma í kringum aldamótin 1900. Í báðum bókunum þurfa börn að takast á við afleiðingar atburða sem gerðust löngu fyrir þeirra tíð. Andrúmsloft bókanna einkennis af spennu, dulúð og hryllingi.
Ritaskrá
- 2019 Villueyjar
- 2015 Koparborgin
Verðlaun og viðurkenningar
- 2019 2. sæti í Bóksalaverðlaununum: Villueyjar
- 2016 Barnabókaverðlau Reykjavíkurborgar: Koparborgin
- 2016 Vorvindaviðurkenning IBBY á Íslandi: Koparborgin
- 2015 Bóksalaverðlaunin: Koparborgin
Tilnefningar
- 2020 Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar: Villueyjar
- 2020 Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs: Villueyjar
- 2019 Fjöruverðlaunin: Villueyjar
- 2016 Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs: Koparborgin
- 2015 Fjöruverðlaunin: Koparborgin