SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir18. apríl 2024

TILNEFNINGAR TIL MAÍSTJÖRNUNNAR

Tilnefningar til ljóðabókaverðlaunanna Maístjörnunnar voru kynntar í Gunnarshúsi í gær en tilnefnd verk eru:

 
  • Vandamál vina minna eftir Hörpu Rún Kristjánsdóttur

  • Flagsól eftir Melkorku Ólafsdóttur og Unu Hlíf Bárudóttur

  • Til hamingju með að vera mannleg eftir Sigríði Soffíu Níelsdóttur. 

  • Í myrkrinu fór ég til Maríu eftir Sonju B. Jónsdóttur

  • Áður en ég breytist eftir Elías Knörr. 

  • Dulstirni/Meðan glerið sefur eftir Gyrði Elíasson. 

 

Maístjarnan eru á vegum Rithöfundasambands Íslands og Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og eru einu verðlaunin á Íslandi sem eru eingöngu veitt fyrir útgefna íslenska ljóðabók. Allar ljóðabækur frá síðasta ári, alls 83 talsins, voru lagðar fyrir dómnefnd en í henni sitja Guðrún Eva Mínervudóttir fyrir hönd Rithöfundasambandsins og Jakub Stachowiak fyrir hönd Landsbókasafnsins.

Tilnefndar bækur verða allar til sýnis í anddyri Þjóðarbókhlöðunnar frá og með þriðjudeginum 23. apríl og verða verðlaunin veitt við athöfn í Þjóðarbókhlöðunni þann 15. maí.

 

Tengt efni