SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Ritstjórn12. september 2017

Aðalfundur Fjöruverðlaunanna 20. september

Aðalfundur Félags um Fjöruverðlaunin – bókmenntaverðlaun kvenna á Íslandi er haldinn miðvikudaginn 20. september kl. 17:00. Fundurinn er haldinn að Hallveigarstöðum, Túngötu 14, 101 Reykjavík.

Tvær af fimm stjórnarkonum félagsins láta af störfum í ár, svo að auglýst er sérstaklega eftir framboðum til stjórnar. Stjórnarseta er 3 ár og er að sjálfsögðu stórskemmtileg!

Stjórn Fjöruverðlaunanna starfar samkvæmt siðareglum, og við vekjum sérstaka athygli að þær reglur segja til um að eigi stjórnarkona hlutdeild í bók sem lögð verður fram til Fjöruverðlaunanna ber henni að víkja úr stjórn á því starfsári. Hægt er að lesa siðareglurnar í heild sinni á vefsíðu félagsins: http://fjoruverdlaunin.is/fel…/starfs-og-sidareglur-stjornar.

Hafið samband við stjórn fyrir miðvikudaginn 13. september til að bjóða ykkur fram! Netfang: bokmenntaverdlaunkvenna@gmail.com.

Dagskrá fundar eru hefðbundin aðalfundarstörf:

  • Kosning fundarstjóra og fundarritara

  • Skýrsla stjórnar lögð fram

  • Reikningar lagðir fram til samþykktar

  • Lagabreytingar. Skriflegar tillögur félagsmanna um lagabreytingar skulu hafa borist stjórn eigi síðar en einni viku fyrir aðalfund (þ.e. 13. september) og skulu þær fylgja endanlegri dagskrá. Þær þurfa samþykki meirihluta fundarmanna.

  • Ákvörðun félagsgjalds næsta árs.

  • Kosning stjórnar. Framboð til stjórnarstarfa skulu hafa borist stjórn eigi síðar en einni viku fyrir aðalfund og skulu þau fylgja endanlegri dagskrá.

  • Kosning skoðunarmanna reikninga

  • Önnur mál

http://fjoruverdlaunin.is/frettir/