SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Ritstjórn

Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Jóna stofnaði vefinn Skáld.is, ásamt Ásgerði Jóhannsdóttur, árið 2015 og fór hann í loftið 9. september árið 2017. Jóna er með M.A. próf í íslenskum bókmenntum og M.A. próf í kennslufræði. Hún hefur starfað um árabil sem íslenskukennari í Menntaskólanum við Sund. Jóna hefur fengist nokkuð við ritstörf og þýðingar og sent frá sér fræðigreinar, skáldverk og kennsluefni. Líkt og aðrar í ritnefnd hefur Jóna brennandi áhuga á bókmenntum kvenna og vill sjá veg þeirra sem mestan.

 

 

Magnea Þuríður Ingvarsdóttir

Magnea hefur lokið meistaragráðu í menningarfræðum frá Háskóla Íslands, diplómanámi frá Kennaraháskóla Íslands í íslensku og grunnskólakennaraprófi frá sama skóla. Þá hefur hún lokið B.A. gráðu frá Listaháskóla Íslands. Magnea hefur haldið úti síðunni Tófunni og nú um stundir starfar hún sem grunnskólakennari í Reykjavík. Líkt og aðrar í ritnefnd hefur Magnea brennandi áhuga á bókmenntum kvenna og vill veg þeirra sem mestan.

 

 

 

 

Soffía Auður Birgisdóttir

Soffía Auður er með doktorspróf í íslenskum bókmenntum og starfar sem (hug)vísindamaður við Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Höfn í Hornafirði. Hún hefur skrifað ritdóma og greinar um íslenskar og erlendar bókmenntir í blöð og tímarit í fjölda ára. Soffía Auður starfaði sem kennari í bókmenntum við Háskóla Íslands en fæst nú alfarið við rannsóknir. Hún sent frá sér fræðibækur og þýðingar úr ensku og dönsku. Líkt og aðrar í ritnefnd hefur Soffía Auður brennandi áhuga á bókmenntum kvenna og vill sjá veg þeirra sem mestan.

 

Steinunn Inga Óttarsdóttir

Steinunn Inga hefur lokið meistaranámi í íslenskum bókmenntum og í hagnýtri menningarmiðlun við HÍ og Univerzita Karlova í Prag. Hún hefur skrifað greinar og pistla um bókmenntir og fjölmiðla í blöð og tímarit og bókmenntagagnrýni fyrir DV, Morgunblaðið, Kvennablaðið og Víðsjá (steinunninga.com). Steinunn gegnir núna starfi skólameistara Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Líkt og aðrar í ritnefnd hefur Steinunn Inga brennandi áhuga á bókmenntum kvenna og vill veg þeirra sem mestan.

 


Heimildir

Mest allt efnið í Skáldatali er unnið af ritstjórn en það sem sótt er í aðrar veitur er jafnan með góðfúslegu leyfi þeirra sem að þeim standa. Reynt verður að sjá til þess að allar heimildir séu rétt skráðar og ennfremur að tilskilin leyfi séu til staðar fyrir birtingu efnis og mynda.  Allar ábendingar eru vel þegnar.