Jóna Guðbjörg Torfadóttir∙ 2. nóvember 2021
SHARP EDGE OG BANVÆN

Bókin kom út í Bretlandi fyrir tveimur árum og er önnur saga Sifjar á ensku en einnig hefur hún sent frá sér bækur á hinu ylhýra. Sif er þó ekki síður þekkt fyrir hárbeitta pistla sína í Fréttablaðinu.
Sif segist alltaf hafa ætlað sér að íslenska söguna sjálf en tímaskortur hafi komið í veg fyrir það og þar með eigi þýðingin tvo foreldra, líkt og hún kemst að orði í viðtali sem birtist í Fréttablaðinu á sunnudaginn var:
Þýðingar eiga hins vegar tvo foreldra. Bókin var ekki lengur bara bókin mín heldur var hún sameiginlegt afkvæmi okkar Höllu,“ útskýrir hún og bætir við að þýðendum sé að hennar mati ekki gert nægilega hátt undir höfði.

Þýðendur vinna afar þýðingarmikið starf, bókstaflega, líkt og Halla Kjartansdóttir fjallar um í nýlegu viðtali við Skáld.is, og skiptir öllu hvernig tekst til. Það er því heldur bagalegt að Halla Sverrisdóttir, þýðandi Banvænna snjókorna, sé hvergi nefnd á vefsíðu Forlagsins.