VON ER Á FRAMHALDI HANSDÆTRA
Benný Sif Ísleifsdóttir sló rækilega í gegn með skáldsögunni Hansdætur sem kom út 2020. Um bókina birtist ritdómur í Tímariti Máls og menningar með yfirskriftinni: " Með augum Gratíönu" sem lesa má hér.
Lesendur þyrsti í að vita meira um Gratíönu, aðalpersónu bókarinnar., sem var uppi á fyrri hluta tuttugustu aldar þegar staða kvenna og kjör fátæks almúgafólks var ekki upp á marga fiska. Nú hafa borist fréttir af því að framhald Hansdætra sé komið í prentsmiðju og ber bókin einfaldlega nafn aðalpersónunnar Gratíana. Ljóst er að margir eiga eftir gleypa þessa væntalegu bók í sig, því hér er á ferðinni ein skemmtilegasta kvenlýsing íslenskra samtímabókmennta.
Í fyrra sendi Benný Sif frá sér skáldsöguna Djúpið sem fjallaði um samskipti kynjanna á kvennaárinu 1975 og má lesa ritdóm um bókina hér.
Benný Sif hefur nú stofnað facebook-höfundarsíðu sem skoða má hér.