SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir 7. október 2022

SKÁLDATALIÐ STÆKKAR

 

Eftir kynninguna á Skáld.is í bókmenntaþættinum Kiljunni síðastliðið miðvikudagskvöld höfum við í ritstjórninni fengið ábendingar um skáldkonur sem enn eru ekki komnar í skáldatalið okkar. Við munum vinna úr þessum ábendingum eftir megni en kynnum hér með eina nýja:

Hrefna Sigurðardóttir (1920-2015) sendi frá sér þrjár ljóðabækur og kallast titlar þeirra allra skemmtilega á: Hinumegin götunnar (1985), Grýtta gatan (1987) og Gatnamót (1991). Hér má sjá færsluna um Hrefnu.