SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir17. apríl 2021

GLÆPASAGA GERIR ÞAÐ GOTT

Marrið í stiganum kom út árið 2018 og er fyrsta glæpasaga Evu Bjargar Ægisdóttur. Sagan hlaut strax góðar móttökur; handritið hlaut glæpasagnaverðlaunin Svartfuglinn og Íslensku hljóðbókaverðlaunin komu í hennar hlut árið 2020, í lestri Írisar Tönju Flygenring.
 
Marrið í stiganum kom út í enskri þýðingu Victoriu Cribb árið 2020 og nefnist þar The Creak on the Stairs. Þann 7. apríl síðastliðinn var bókin tilnefnd til bresku CrimeFest glæpasagnaverðlaunanna sem frumraun ársins 2020 og nú í vikunni var hún tilnefnd til virtustu verðlauna glæpasagnageirans, bresku Dagger-verðlaunanna, í flokki nýgræðinga.