SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir 8. maí 2021

KONUR SÓPA TIL SÍN VERÐLAUNUM OG VIÐURKENNINGUM

Á fimmtudaginn fór fram verðlaunaafhending í ljóðasamkeppni 2021 sem er á vegum Júlíönu - hátíð sögu og bóka.
 
Keppninni bárust 166 ljóð og komu verðlaunin í hlut eftirfarandi:
  1. verðlaun Ægir Þór Jahnke fyrir ljóðið Það er ljóð sem mig langar að yrkja
  2. verðlaun Birna Hjaltadóttir fyrir ljóðið Ég get alveg farið eftir plani
  3. verðlaun Sigrún Björnsdóttir fyrir ljóðið Samgróningar
 
Að auki var veitt sérstök viðurkenning fyrir tíu ljóð:
  • Ásdís Ingólfsdóttir fyrir ljóðin Ástfangin og Taktur við tilveruna
  • Berglind Ósk Bergsdóttir fyrir ljóðið Hlutskipti
  • Draumey Aradóttir fyrir ljóðin Draugagangur og Galdraþoka
  • Ólöf Sverrisdóttir fyrir ljóðið Ég er ekki viss um
  • Rebekka Hlín Rúnarsdóttir fyrir ljóðið Óskar og Júlíus
  • Sigríður Helga Sverrisdóttir fyrir ljóðið Afturganga
  • Sólveig Thoroddsen fyrir ljóðið Rostungur
  • Hrafn Andrés Harðarson fyrir ljóðið Sólblik
 
Verðlaunaafhendingin fór fram í Amtsbókasafninu í Stykkishólmi. Hér má horfa á streymi frá athöfninni.
 
Dómnefnd skipuðu Anna Jóna Lýðsdóttir bókasafns- og upplýsingafræðingur, Lilja Sigurðardóttir rithöfundur og Sigþrúður Silju Gunnarsdóttir ritstjóri, sem er einnig formaður dómnefndar.
 
Myndin af verðlaunahöfum er fengin af Facebook-síðu Júlíönu - hátíð sögu og bóka.