TVÆR NÝJAR LJÓÐABÆKUR frá Skriðu
Bókaútgáfan Skriða sendir í haust frá sér tvær nýjar ljóðabækur: Næturlýs eftir Sigurbjörgu Friðriksdóttur og Spádómur fúleggsins eftir Birtu Ósmann Þórhallsdóttur.
Eins og fyrri bækur Skriðu eru nýju ljóðabækurnar í litlu, einföldu og fallegu broti. Innsíðurnar eru fölbleikar og ytra borðið í dekkri bleikum lit. Í öllum bókum Skriðu er silkistrengur sem nota má sem bókamerki. Þetta er fallegt handverk.
Næturlýs er þriðja ljóðabók Sigurbjargar Friðriksdóttur sem áður hefur sent frá sér bækurnar Gáttatif (2016) og Vínbláar varir (2019). Nýju ljóð Sigurbjargar eru myndræn og meitluð, ort er um tilfinningar og mörg ljóðanna sækja líkingar og myndhverfingar til úthafsins og fugla, spanna víðáttuna frá fjöru til himins. Víða má finna sterkar myndir, eins og til dæmis í þessum erindum:
öldulogar úthafsinsteygja sig til þaranssem liggur dauður ífjöruborðinuá sandinumhafmeyjuslörskaddaður krabbikrafsar sig áframgrátgargandi fuglaskýsteypir sér íhöfuðátt
Spádómur fúleggsins er fyrsta ljóðabók Birtu Ósmann Þórhallsdóttur en 2019 gaf hún út örsagnasafnið Einsamræður og einnig átti hún ljóð í bókinni Tímaskekkjur (2016). Ljóðin í Spádómi fúleggsins eru fjölbreytileg og leikur Birta sér til að mynda með formið á myndrænan hátt í sumum þeirra. Líkt og Sigurbjörg Friðriksdóttir sækir Birta líka til úthafsins og fjörunnar, sem og til fugla og himins, í sínu myndmáli og væri gaman að pæla sérstaklega í þeirri staðreynd - og mætti reyndar tengja þær pælingar við mörg fleiri ljóðskáld. Titill bókar Birtu er sérlega skemmtilegur og mörg ljóðanna eru frumleg og hressileg. Sum ljóðanna mega kallast prósaljóð og eftirfarandi ljóð er sérlega vel heppnað og sýnir ágætlega þau einkenni á ljóðum Birtu sem nefnd hafa verið hér að ofan:
Hafið glitrar eins og í því brenni þúsundlitlar stjörnur og í miðju stjörnuhafi blásaþrír hvalir. Sporðar þeirra og bak sindraþegar þeir skella á haffletinum með miklumhvelli sem berst til mín, stundum með svomiklum látum að halda mætti að byggingar-krani hafi hrunið. Stór hópur æðarfuglavaggar sér og fer yfir stöðu mála áður enhaustið grípur fram fyrir hendurnar á sumriog himbrimapar í rómantískri siglingu syndaí sólarátt. Býflugurnar fara frá einum fíflitil annars, staldra stutt við á hverjum stað.Húsflugur njóta fyrstu daga en jafnframtþeirra síðustu sinnar stuttu ævi, fljúga hrattog suða því tíminn er naumur. Ég ligg undirálfakletti, horfi til hafs, bíð eftir að fá aðvefja manninn sem ég elska örmum og segjahonum að hann sé mér allt.