SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Ritstjórn15. október 2022

UPP ÚR SKÚFFUNNI

Lumar þú á handriti að skáldverki fyrir börn eða ungmenni? Þá þarftu að hafa hraðar hendur.
 
Reykjavíkurborg auglýsir eftir óbirtu handriti að skáldverki fyrir börn eða unglinga, frumsömdu á íslensku, til að keppa um Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur.
Verðlaununum, að upphæð 1.000.000 kr, verður úthlutað að vori 2023. Þriggja manna dómnefnd metur verkin og eru meðlimir hennar tilnefndir af menningar-, íþrótta – ogtómstundaráði, Reykjavík bókmenntaborg UNESCO og Rithöfundasambandi Íslands.
Útgáfuréttur verðlaunahandrits er í höndum höfundar eða þess forlags sem hann ákveður að starfa með. Sé dómnefnd á einu máli um að ekkert innsent handrit fullnægi þeim kröfum sem hún telur að gera verði til verðlaunaverka má fella verðlaunaafhendinguna niður þetta árið.
Handritum skal skilað í þríriti og undir dulnefni, en nafn og símanúmer höfundar fylgi með í lokuðu umslagi. Ef um myndlýst handrit er að ræða er ekki tekið á móti frummyndum, aðeins ljósritum.
 
Handrit berist í síðasta lagi mánudaginn 17. október 2022.
 
Utanáskrift:
Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur
b.t. Reykjavíkur bókmenntaborgar UNESCO
Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnargötu 11, 101 Reykjavík