SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir17. október 2022

ÆVINTÝRI SNÚIÐ Á HAUS

Jóna Valborg Árnadóttir hefur sent frá sér barnabókina Penelópa bjargar prinsi. Þar er hefðbundnum ævintýrum sem lýsa því hvernig prinsar bjarga prinsessum í nauð snúið á haus, eins og titill bókarinnar gefur til kynna. Á heimasíðu Bókabeitunnar, sem gefur bókina út segir:

 

Penelópa hefur margoft heyrt ævintýrið um prinsinn sem beit í epli galdrakerlingar og féll í dá. Samkvæmt því hefur hann legið í gullkistu uppi á fjallstindi í heila öld!

Penelópa ákveður að kanna hvort sagan sé sönn, finna kistuna og bjarga prinsinum. Hún leggur því upp í langferð með hugrekkið að vopni.

 

Bókin er myndskreytt af Berglindi Sigursveinsdóttur og ætti að höfða til yngstu lesendanna.

Penelópa bjargar prinsi er tíunda barnabók Jónu Valborgar en hún hlaut Vorvinda-viðurkenningu IBBY fyrir fyrstu bókina, Brosbókina (ásamt Elsu Nielsen) sem kom út árið 2013 og sama bók var tilnefnd til Íslensku barnabókaverðlaunanna 2013 í flokki barnabóka.