SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir18. október 2022

RAGNHEIÐUR HARPA sendir frá sér URÐARFLÉTTU

Út er komin ljóðabókin Urðarflétta eftir Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur. Áður hefur Ragnheiður Harpa skrifað ljóðabálkinn Eftirvæntingu með Þóru Hjörleifsdóttur og sent frá sér smásögur, ljóð og skáldsöguna Olíu sem skrifuð var í samvinnu rithöfundakollektívsins Svikaskáld.

Í kynningu útgefanda, Unu útgáfuhúss, segir um Urðarfléttu:

 

Fíngerð og dulmögnuð prósaljóð um náttúruna sem býr innra með okkur, viðkvæm augnablik, horfna skóga, uglur sem grípa nóttina, ástvini í handanheimi, eggaldin sem vex úr koki, kreppta hnefa, sár sem aldrei gróa, fljúgandi þakplötur, þeysandi halastjörnur og byltingar sem fæðast í móðurkviði. 

 

Auk þess að skrifa ljóð og sögur er Ragnheiður Harpa Leifsdóttir sviðslistakona og hefur skrifað leikverk bæði fyrir svið og útvarp og sett upp innsetningar og gjörninga af ýmsu tagi.