Steinunn Inga Óttarsdóttir∙23. júlí 2018
Skáld þagnarinnar
Eitt af „skáldum þagnarinnar“ er Margrét Pálmadóttir frá Sauðafelli (1866-1935). Hún er hér með boðin velkomin í Skáldatalið okkar en ljóð hennar voru gefin út á bók nýlega.
Hér má sjá gullfallegt erindi úr ljóðinu Kirkjugarðurinn í Sauðafelli, ort undir fornyrðislagi.
Sjáið minningar
svífa í lofti
uppi yfir leiðum
látinna vina.
Gróa þar blóm
á grænum stofni,
höfuð sitt hneigja
himins til.