SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir20. október 2022

EINLEIKUR UM SIGÞRÚÐI úr Á eigin vegum

Vert er að vekja athygli á að þessa dagana sýnir Borgarleikhúsið einleik byggðan á bók Kristínar Steinsdóttur Á eigin vegum sem kom út 2006, vakti mikla athygli og var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og hlaut Fjöruverðlaunin árið 2007.

Á eigin vegum segir frá ekkjunni Sigþrúði sem er mjög skemmtileg persóna sem finnur sér ýmislegt að gera sér til skemmtunar, eins og til dæmis að sækja jarðarfarir og erfidrykkjur þótt hún þekki ekki þá sem verið er að jarða. Hér má lesa ritdóm um bókina frá 2006 en við endurbirtum hann hér í tilefni af leiksýningunni.

Það eru þær Maríanna Clara Lúthersdóttir og Salka Guðmundsdóttir sem unnu leikgerð skáldsögunnar og Sigrún Edda Björnsdóttir fer með hlutverk Sigþrúðar.

Í kynningu leikhússins á sýningunni segir:

 

Sigþrúður er ekkja, stundar blaðburð, garðyrkju og jarðarfarir af miklum móð. Hún er ein en ekki einmana – hún hefur alltaf þurft að treysta á sjálfa sig og er ljómandi góður félagsskapur ef út í það er farið. Fólkið hennar er allt horfið á braut – en hefur reyndar farið mislangt. Sigþrúður gerir sér litlar vonir enda hefur lífið kennt henni að slíkt hafi ekkert upp á sig en draumarnir hafa þó fylgt henni frá blautu barnsbeini og nú fá þeir loks byr undir báða vængi.

 

Við hvetjum áhugamenn um bókmenntir kvenna að skella sér á einleikinn um Sigþrúði. Hér má lesa leikdóm Silju Aðalsteinsdóttur