SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir21. október 2022

GERÐUR KRISTNÝ sendir frá sér nýja ljóðabók

Gerður Kristný hefur sent frá sér nýja ljóðabók sem nefnist Urta.

Urta er ljóðabálkur innblásinn meðal annars af sögu af langa-langömmu Gerðar Kristnýjar, Sigríði, sem starfaði sem ljósmóðir á Ströndum og hjálpaði eitt sinn urtu að kæpa. Ljóðabálkurinn fjallar um harða lífsbaráttu á hjara veraldar, lífsbaráttu konu og urtu.

Urta er fjórði ljóðabálkur Gerðar Kristnýjar en áður hafa komið út Blóðhófnir (2010), Drápa (2014) og Sálumessa (2018). Í ritdómi um þá síðastnefndu, sem lesa má hér, segir: "Bækurnar þrjár eiga það sameiginlegt að þar er í knöppu og á hnífskörpu ljóðmáli kveðið um ofbeldi gegn konum." Um Drápu sagði Steinunn Inga Óttarsdóttir, í ritdómi, að ljóðin væru "vandlega ydduð og engu orði ofaukið en það er eitt af einkennum á ljóðum Gerðar hversu fáguð og knöpp þau eru". Og hér má lesa ritdóm Soffíu Auðar Birgisdóttur um Blóðhófni, sem meðal annars hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin og var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.   

Ný bók frá Gerði Kristnýju er alltaf fagnaðarefni.