SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir 5. júní 2021

UM KYNFERÐISLEGA MISNOTKUN Á BÖRNUM

Það er vert að benda á afar áhugaverða grein Dagnýjar Kristjánsdóttur, Sögur af börnum, sem birtist í 4. hefti TMM frá 2020. Það er einnig þarft að vara við henni því þar fjallar Dagný um kynferðislega misnotkun á börnum í fimm sögum eftir íslenskar skáldkonur í ljósi nýjustu kenninga um áföll.
 
Í kynningu tímaritsins á grein Dagnýjar stendur:
 
Kynferðisofbeldi gegn börnum var bannsvæði í skáldverkum og opinberri orðræðu allt fram á áttunda áratug síðustu aldar. Þá mynduðust sprungur í þagnarmúrinn sem brast loks með tímamótaverki Gerðar Kristnýjar og Thelmu Ásdísardóttur, Myndin af pabba (2005).
 
Sögurnar sem Dagný fjallar um eru Myndin af pabba: Saga Thelmu eftir Gerði Kristnýju (2005), Ekki líta undan. Saga Guðrúnar Ebbu, dóttur Ólafs Skúlasonar biskups eftir Elínu Hirst (2011), Hljóðin í nóttinni eftir Björgu Guðrúnu Gísladóttur (2014), Mörk: Saga mömmu eftir Þóru Karitas Árnadóttur (2015) og Manneskjusaga eftir Steinunni Ásmundsdóttur (2018).