SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir22. júní 2021

LILJA, KATLA OG NÁHVÍT JÖRÐ

Glæpasagnahöfundurinn Lilja Sigurðardóttir er með nóg fyrir stafni þessa dagana. Hún er einn af höfundum handritsins að íslensku þáttaröðinni Kötlu sem frumsýnd var á þjóðhátíðardaginn, 17. júní síðastliðinn. Aðrir handritshöfundar eru Baltasar Kormálkur, Sigurjón Kjartansson og Davíð Már Stefánsson.
 
Þáttaröðin Katla er framleidd af Netflix, í samvinnu við RVK Studios, og er það í fyrsta skipti sem efnisveitan framleiðir íslenskt efni. Þættirnir hafa vakið mikla athygli, sem von er, og tróna á toppi vinsældalista veitunnar um þessar mundir.
 
Lilja er með fleira á prjónunum því skömmu fyrir heimsfrumsýningu Kötlu undirritaði hún útgáfusamning við Forlagið um nýja bók. Hún er glæpasaga sem bera mun titilinn Náhvít jörð og fjallar um dularfullt mansalsmál. Áætlað er að bókin komi út í október.