Steinunn Inga Óttarsdóttir∙26. júlí 2018
Skáldkona í Vesturheimi
Guðrún H. Finnsdóttir (1884-1946) fluttist ung til Vesturheims og bjó þar til dauðadags. Guðrún tók virkan þátt í félagslífi Vestur-Íslendinga, hélt fyrirlestra á mannamótum, sinnti safnaðarstarfi, skrifaði greinar sem birtust í þarlendum blöðum, sat í stjórn og var heiðursfélagi a.m.k. þriggja félagasamtaka. Þar að auki samdi hún tvö smásagnasöfn, hið seinna, Dagshríðar spor, kom út að henni látinni. Guðrúnu er að finna í Skáldatalinu.
Mynd úr minningarriti um Guðrúnu