SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir30. október 2022

LJÓÐASAMKEPPNIR!

Nú gefast ljóðskáldum tækifæri til að taka þátt í tveimur ljóðasamkeppnum.

Þeir sem vilja taka þátt í keppninni um LJÓÐSTAF JÓNS ÚR VÖR verða að hafa hraðar hendur því skilafrestur er 5. nóvember.

Öllum skáldum er velkomið að taka þátt en ljóðið má ekki hafa birst áður.

Ljóði skal skilað í fjórum eintökum og skal hvert eintak merkt dulnefni. Með fjórritinu skal fylgja eitt lokað umslag merkt dulnefni skáldsins sem inniheldur upplýsingar um nafn, símanúmer og netfang skáldsins. Einungis umslög sem tilheyra vinnings- og viðurkenningarljóðum verða opnuð en öllum öðrum gögnum eytt.

Ljóðstafurinn verður afhentur ásamt viðurkenningum laugardaginn 21. janúar 2023 við hátíðlega athöfn í Salnum en þá verða liðin 21 ár síðan Ljóðstafurinn var fyrst veittur.

Utanáskrift umslags er:

Ljóðstafur Jóns úr Vör
Menning í Kópavogi
Digranesvegi 1
200 Kópavogi

 

 

 

JÚLÍANA - HÁTÍÐ SÖGU OG BÓKA sem haldin er í Stykkishólmi stendur einnig fyrir ljóðasamkeppni og þar er skilafrestur 23. febrúar 2023.

Julíönuhátíðin sjálf fer fram dagana 23. til 25. mars 2023 verður jafnframt 10 ára afmælishátíð.
 
Þátttaka er öllum opinn og eru verðlaun veitt fyrir þrjú bestu ljóðin að mati þriggja manna dómnefndar.
Skila skal ljóðum í þremur eintökum og skulu ljóðin vera merkt dulnefni og með skal fylgja umslag með réttu nafni höfundar og símanúmeri.
 
Ljóðin sendist á eftirfarandi heimilsfang:
 
 
Ljóðasamkeppni 2023
Júlíana - hátíð sögu og bóka
Aðalgata 2
340 Stykkishólmur

 

Skáld.is hvetur konur í hópi ljóðskálda til að taka þátt!