Soffía Auður Birgisdóttir∙ 5. mars 2022
VIGDÍS GRÍMSDÓTTIR HEIÐRUÐ
Á aðalfundi Rithöfundasambands Íslands, 28. apríl síðastliðinn, var Vigdís Grímsdóttir kosin heiðursfélagi sambandsins og bætist þar með í fríðan flokk helstu rithöfunda Íslands.
Vigdís, sem hefur sent frá sér fjölda bóka: smásagnasöfn, skáldsögur, ævisögur, ljóðabækur og fleira, hefur áður hlotið fjölmargar viðurkenningar, til að mynda Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar (2017), Viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins (1992), Menningarverðlaun DV (2012, 2001 og 1990), Íslensku bókmenntaverðlaunin (1994) og Davíðspennann (1993).
Vigdís fæst einnig við málaralist og á myndinni hér til hliðar heldur hún á einu málverka sinna.
Auk Vigdísar Grímsdóttur var rithöfundurinn Ólafur Haukur Símonarson einnig kosinn á heiðurslistann og óskar Skáld.is þeim báðum hjartanlega til hamingju.