Soffía Auður Birgisdóttir∙12. mars 2022
EWA MARCINEK Í SKÁLDATALI
Í tilefni af útkomu bókarinnar Pólerað Ísland bjóðum við Ewu Marcinek velkomna í skáldatalið. Á heimasíðu Forlagsins má lesa um bókina:
Ísland pólerað er safn örsagna og ljóða eftir Ewu Marcinek, pólskan rithöfund sem búsett er í Reykjavík. Með húmor og kaldhæðni að vopni lýsir hún raunveruleika ungrar konu sem flytur til Íslands til þess að hefja nýtt líf á nýju tungumáli. Helga Soffía Einarsdóttir þýddi.
Við óskum Ewu hjartanlega til hamingju með bókina og hvetjum alla til að kynna sér upplifun innflytjandans á Íslandi og Íslendingum í hennar snjöllu textum.