Jóna Guðbjörg Torfadóttir∙13. maí 2021
HINSEGIN KONUR UM HINSEGIN KONUR
Í gær komu út nóvellurnar Dagbókin eftir Önnu Stínu Gunnarsdóttur og Merki eftir Sólveigu Johnsen en báðar fjalla um hinsegin konur. Rætt var við höfundana í Morgunútvarpi Rásar 2 þar sem þær benda meðal annars á að ,,bókmenntir um hinsegin konur séu af skornum skammti og að það sæti tíðindum að nú komi út tvær bækur eftir hinsegin höfunda sem fjalla um hinsegin fólk."
Anna Stína og Sólveig eru báðar með meistaragráðu í ritlist frá Háskóla Íslands og eru sögurnar frumraun þeirra á ritvellinum. Blekfjelagið, félag framhaldsnema í ritlist, gefur bækurnar út.