SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir20. ágúst 2018

Að sjá fyrir sér og sínum

Magnea J. Matthíasdóttir (f. 1953) er mikilvirkur þýðandi og rithöfundur. Fyrsta bók hennar var ljóðabókin Kopar (1976). Frægar eru skáldsögur hennar, Hægara pælt en kýlt (endurútg. 2013), Göturæsiskandídatar og Sætir strákar, sem út komu á árunum 1978-1981. Frá árinu 1976 til vorra daga hefur Magnea þýtt hátt á sjöunda tug bóka og birt greinar og ljóð í tímaritum og á vefmiðlum. Aðspurð af hverju hún hafi hætt að skrifa skáldverk, segir hún:

„Lífið og hversdagurinn tóku í taumana,“ segir Magnea. „Maður verður að sjá fyrir sér og sínum, ég fór að lesa prófarkir, þýða bækur og gera allt mögulegt. Ég er reyndar alltaf að skrifa en svo er spurning hvort ég vilji endilega sýna það. Ég á ókláraðar skáldsögur hér og þar og einstaka sinnum birtast eftir mig ljóð á prenti. Nú er ég komin á svo virðulegan aldur að kannski fer að hægjast um og þá er möguleiki að ég snúi mér að því að fullklára þessi skáldverk – ja, eða skrifa ný.“ (Mbl. 27. janúar 2013)