SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir24. nóvember 2022

ERTU LEIKSKÁLD?

..., þá ættirðu að spá í þetta:

 

ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ KALLAR EFTIR NÝJUM LEIKRITUM

THE NATIONAL THEATRE OF ICELAND CALLS FOR NEW PLAYS

 

Þjóðleikhúsið vill segja sögur sem eiga brýnt erindi og stendur fyrir öflugu höfundastarfi með það að markmiði að efla leikritun á Íslandi. 

Auglýst er eftir nýjum leikverkum, hvort heldur fullbúnum verkum eða vel útfærðum hugmyndum til þróunar innan leikhússins. Að þessu sinni er leitað sérstaklega að verkefnum sem endurspegla fjölbreytileika íslensks samfélags, hvað varðar efni, vinnslu eða hóp höfunda. Það útilokar á engan hátt önnur verk eða hugmyndir. Óskað eftir fullbúnum verkum eða vel útfærðum hugmyndum.

 

 

Auglýsingin er send út bæði á íslensku og ensku og má lesa nánar um málið hér.

Nánari upplýsingar um hvernig umsókn skal skilað er að finna á vef leikhússins leikhusid.is. Umsóknarfrestur er til og með 10. janúar 2023.

 

Myndir eru af vef Þjóðleikhússins.