SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir 9. október 2021

„MARGT FÓLK Á VEGAMÓTUM Í SÍNU PERSÓNULEGA LÍFI“

 
 
 
 
Skáldkona dagsins er Hanna Óladóttir. Hún hefur sent frá sér tvær ljóðabækur sem vakið athygli og fengið góða dóma.
 
Ljóðabók Hönnu, Kona fer í gönguferð. 799 kílómetrar – 34 dagleiðir (2021), tengist tilteknu ferðalagi sterkum böndum. Um hana segir Hanna í viðtali í Morgunblaðinu, 1. apríl 2021: „Vissulega er þetta byggt á minni eigin reynslu af því að ganga Jakobsveginn, en það var meðvituð ákvörðun að segja hún en ekki ég, í ljóðunum. Þótt ég hafi sjálf verið leitandi þá er þetta fært í stílinn og ég nýti allar þær sögur sem ég heyrði á veginum, þar er margt fólk á vegamótum í sínu persónulega lífi. Ég vona að þessi ljóð hafi víðari skírskotun, því það hafði mikil áhrif á mig að ganga þennan veg.“
 
Hér má hlusta á áhugavert viðtal Jórunnar Sigurðardóttur við Hönnu.
 
Hanna er boðin velkomin í skáldatalið.

Tengt efni