SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir10. júní 2021

Í KIRKJUGARÐINUM

Í útvarpsþættinum Fólkið í garðinum í umsjón Þorgerðar Ásu Aðalsteinsdóttur er fjallað um skáldkonurnar Herdísi og Ólínu Andrésdætur sem hvíla í Hólakirkjugarði í Reykjavík, hvor í sínum enda garðsins. Þær tvíburasystur voru ungar þegar faðir þeirra drukknaði og þeim var ungum komið í fóstur til að létta á heimilinu. Leiðir þeirra lágu ekki saman fyrr en áratugum síðar og þá blómstraði skáldskaparlistin hjá þeim.
 
Herdís þurfti ung að vinna hörðum höndum og sótti m.a.s. sjóinn. Hún giftist en missti mann sinn og varð síðan sjálf að koma yngsta barni sínu í fóstur vegna fátæktar. Í tuttugu ár bjó Herdís með mágkonu sinni, síðast bjó hún á Baldursgötu í Reykjavík. Hún var ern og heilsuhraust og lést rúmlega áttræð.
 
Ólína var send í fóstur til merkishjónanna Eiríks Kúld og Þuríðar Sveinbjörnsdóttur í Stykkishólmi og leið að öllum líkindum ágætlega. Fékk hún svo að fara heim til móður sinnar. Ung fór hún að vinna fyrir sér, m.a. sem vinnukona í Hvítadal. Hún giftist aldrei en átti tvær dætur með bóndanum þar, giftum manni og miklu eldri. Eldri dóttirin lést fárra mánaða gömul og hin 9 ára gömul.
 
Meira hér:
 
 
 
 
 

 

Tengt efni