Steinunn Inga Óttarsdóttir∙20. janúar 2021
SKÁLDATAL OG LISTAMANNALAUN - Um úthlutun 2021
Allar skáldkonur sem fengu úthlutað listamannalaunum úr Launasjóði rithöfunda fyrir árið 2021 eiga sinn sess í Skáldatali, nema Sunna Dís Másdóttir sem ekki hefur sent frá sér bók (nema með öðrum) sem er skilyrði fyrir því að öðlast tilverurétt í Skáldatalinu.
Úthlutunarnefnd launasjóðs rithöfunda fyrir árið 2021 var skipuð einni konu og tveimur körlum. Ingibjörg Sigurðardóttir var formaður, aðrir nefndarmenn eru Þorgeir Tryggvason og Þórður Helgason.
Nefndin fær ekki auðvelt hlutverk. Alls bárust 295 umsóknir í launasjóð rithöfunda en aðeins 94 fengu úthlutað, 45 konur og 49 karlar. Aldrei þessu vant hefur verið frekar hljótt um úthlutunina í ár. Hvernig ætli standi á því? Er hún svona sanngjörn? Eða hefðbundin og fyrirsjáanleg? Er sátt og kyrrstaða í bransanum? Lesendum alveg sama?
Rithöfundarlaunum til eins árs er jafnt skipt milli kynja en einn karl fær að auki 10 mánuði. Níu mánaða launum er nokkuð jafnt skipt. Fleiri karlar fá hálfsárs laun (11 kvk, 20 kk) og fleiri konur fá þrjá mánuði (16 kvk, 9 kk). Er einhver sérstök ástæða fyrir því? Þær eru kannski fljótari að skrifa? Athygli vekur að „fyndna kynslóðin“, þ.e. stórskáld eins og Steinunnn Sigurðardóttir, Pétur Gunnars og Þórarinn Eldjárn fá þrjá mánuði en Einar Kárason fær níu. Óvæntast og gleðilegast er að Elísabet Jökulsdóttir fær árslaun.
Hér má sjá úthlutun eftir kynjum:
12 mánuðir, 7 kvk og 7 kk
-
Andri Snær Magnason
-
Bergsveinn Birgisson
-
Einar Már Guðmundsson
-
Eiríkur Örn Norðdahl
-
Gyrðir Elíasson
-
Hallgrímur Helgason
-
Jón Kalman Stefánsson
10 mánuðir, 1 kk
-
Sölvi Björn Sigurðsson
9 mánuðir, 11 kvk og 12 kk
-
Bjarni M. Bjarnason
-
Bragi Ólafsson
-
Einar Kárason
-
Gunnar Theodór Eggertsson
-
Haukur Már Helgason
-
Hermann Stefánsson
-
Hjörleifur Hjartarson
-
Jónas Reynir Gunnarsson
-
Ófeigur Sigurðsson
-
Pedro Gunnlaugur Garcia
-
Steinar Bragi Guðmundsson
-
Tyrfingur Tyrfingsson
6 mánuðir, 11 kvk og 20 kk
-
Alexander Dan Vilhjálmsson
-
Anton Helgi Jónsson
-
Bjarni Jónsson
-
Bragi Páll Sigurðarson
-
Dagur Hjartarson
-
Eiríkur Ómar Guðmundsson
-
Emil Hjörvar Petersen
-
Friðgeir Einarsson
-
Guðmundur Jóhann Óskarsson
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðmundur Sveinbjörn Brynjólfsson
-
Gunnar Helgason
-
Halldór Armand Ásgeirsson
-
Halldór Laxness Halldórsson
-
Haukur Ingvarsson
-
Ísak Hörður Harðarson
-
Magnús Sigurðsson
-
Ragnar Helgi Ólafsson
-
Stefán Máni Sigþórsson
-
Sverrir Norland
3 mánuðir, 16 kvk og 9 kk
-
Brynjólfur Þorsteinsson
-
Helgi Ingólfsson
-
Kári Tulinius
-
Karl Ágúst Úlfsson
-
Ólafur Gunnarsson
-
Pétur Gunnarsson
-
Sunna Dís Másdóttir
-
Þórarinn Eldjárn
-
Þórarinn Leifsson
-
Ævar Þór Benediktsson