SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir 9. janúar 2023

HUGLEIÐINGAR HLÍNAR AGNARZ

Hlín Agnarsdóttir skáldkona með meiru heldur úti heimasíðu sem geymir upplýsingar um skáldskap hennar, ljóðaflokk og leikrit,  lífshlaup, viðtal, ljósmyndamálverk og hugleiðingar.

Hlín er lipur og skemmtilegur penni og það skilar sér í hugleiðingum hennar sem eru í senn einlægar og gagnrýnar og gjarna mjög hugvekjandi. Í nýlegri færslu greinir Hlín frá því að hún sé að flytja úr landi, sem er miður, en vonandi heldur hún áfram að deila hugleiðingum sínum með okkur hinum.

 

 

 

Myndin er fengin af heimasíðu Hlínar