OPIÐ FYRIR KOSNINGU - Íslensku hljóðbókaverðlaunin: Storytel Awards
Búið er að tilkynna hvaða bækur eru tilnefndar til Íslensku hljóðbókaverðlaunanna: Storytel Awards.
Bókaflokkarnir eru fimm, þ.e. skáldsögur, glæpasögur, barna- og ungmennabækur, ljúflestur og óskáldað efni. Allar hljóðbækur sem komu út á árinu 2022 eru gjaldgengar til þátttöku. Valdar eru 15-25 bækur úr hverjum flokki fyrir sig sem hafa fengið mesta hlustun og flestar stjörnur.
Það er fjöldi kvenna á meðal höfunda, þýðenda og lesara þeirra bóka sem hægt er að velja um í opinni kosningu. Sjá má tilnefndar bækur allra flokka hér.
Þegar almenningur hefur kosið sín uppáhaldverk fara fimm efstu þeirra, í hverjum flokki, fyrir dómnefnd sem hlustar á bækurnar og velur vinningshafana. Bæði höfundar og lesarar eru verðlaunaðir og auk þess þýðendur í sérstökum tilfellum. Þá verða veitt heiðursverðlaun og verðlaun fyrir hljóðseríu.
Verðlaunaafhending fer fram 29. mars næstkomandi og verður það í fjórða sinn sem Íslensku hljóðbókaverðlaunin eru afhent. Hér má sjá fyrri vinningshafa.