SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir 6. febrúar 2023

LJÓÐRÆNT OG MAGNAÐ FERÐALAG

Þessa dagana er verið að sýna upplifunarverkið Góða ferð inn í gömul sár í Borgarleikhúsinu. Höfundur og leikstjóri er Eva Rún Snorradóttir en hún var annað af leikskáldum Borgarleikhússins á síðasta leikári.

Í verkinu Góða ferð inn í gömul sár kafar Eva Rún í HIV faraldurinn með viðtölum og heimildasöfnun og verður úr ljóðrænt og magnað ferðalag, líkt og kemur fram á síðu Borgarleikhússins. Verkið er nýmæli þar sem HIV faraldurinn á Íslandi hefur ekki verið gerður upp í listheiminum með þessum hætti áður. Hann hefur ævinlega verið sveipaður þöggun og skomm. 

Sýningin er einnig allsérstök en hún er heimilda- og þátttökuleikhús í tveimur hlutum. Fyrri hluti sýningar er hljóðverk sem gestir hlusta á í einrúmi en í síðari hluta er þeim boðið á Nýja svið leikhússins þar sem lífinu er fagnað um leið og leitað er leiða til að heila sárin.

Verkið var frumsýnt um helgina og er aðeins boðið upp á fáar sýningar, sem er miður. Frekari upplýsingar má nálgast á síðu Borgarleikhússins.