SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir 8. ágúst 2020

LJÓÐASAFN KRISTÍNAR ÓMARSDÓTTUR

 
Kristín Ómarsdóttir hlaut Maístjörnuna fyrir síðustu ljóðabók sína Kóngulær í sýningargluggum (2017). Sú bók var áttunda ljóðabók Kristínar og flestar hinna fyrri ófáanlegar. Það eru því sönn gleðitíðindi að nú hefur bókaforlagið Partus safnað öllum ljóðabókum Kristínar saman í eitt ljóðasafn.
 
 
Í safninu eru eftirfarandi bækur:
 
Í húsinu okkar er þoka (1987)
Þerna á gömlu veitingahúsi (1993)
Lokaðu augunum og hugsaði um mig (1998)
Sérstakur dagur (2000)
Inn og út um gluggann (2003)
Jólaljóð (2006)Sjáðu fegurð þína (2008)
Kóngulær í sýningargluggum (2018)
 
 
 
Í upphafsljóði síðastnefndu bókarinnar er að finna ljóðið Leiðsögn. Þar birtist okkur skáld í fylgd með leiðsögumanni „sem upplýsir forvitinn hóp úlpuklæddra túrista / í leit að andlegu pústi í vetrarkuldanum“. Lesendur fá að slást í hóp túristanna og njóta leiðsagnar skáldsins/leiðsögumannsins sem fylgir þeim í gegnum ljóðin sem á eftir koma. Nú gefst lesendum kostur á frábæru ferðalagi í gegnum einstakan ljóðheim KÓ - á slíku ferðalagi má búast við ýmsum ævintýrum, furðum og ögrandi hugmyndum sem ætti að vera efni í andlegt púst á komandi mánuðum og árum.