Jóna Guðbjörg Torfadóttir∙18. mars 2022
LJÓÐ DAGSINS - Minni eftir Brynju Hjálmsdóttur
Ljóð dagsins er Minni eftir Brynju Hjálmsdóttur. Ljóðið birtist í bókinni Kona lítur við sem kom út á síðasta ári og er önnur ljóðabók Brynju. Áður hefur Brynja sent frá sér Okfrumuna, árið 2019, en hún hlaut Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókasafna og var auk þess tilnefnd til Fjöruverðlauna og Rauðu hrafnsfjaðrarinnar.
Minni
Kona leggur
af
Lotin eins og beltisdýr
með herðatréð skagandi upp úr hálsmálinu
Rekst á salamöndru
úr fortíðinni alveg öskrandi:
Þú ert bara að hverfa!
Segir: takk
hársbreidd frá markmiðinu fyrirgefðu mér
að ég sé hér enn
að enn sjáist móta fyrir mér
tvívíðri mannleysu
í þrívíðri borg
(bls. 49)