Soffía Auður Birgisdóttir∙26. mars 2021
GJÖRNINGAR EYRÚNAR ÓSKAR
Flestir listamenn viðurkenna að náttúran er þeim óendaleg uppspretta innblásturs þegar kemur að listsköpun. Rithöfundar og skáld hafa skrifað og ort um eldgos og hamfarir um aldir.
En ætli margir hafi lesið úr verkum sínum fyrir náttúruna sjálfa?
Ljóðskáldið Eyrún Ósk Jónsdóttir brá sér í Geldingadali í Fagradalsfjalli og las úr ljóðabók sinni Mamma, má ég segja þér fyrir eldgos og hraunbreiðu. Eyrún hefur bakgrunn í leiklist og segja má að þessi skemmtilegi gjörningur hennar sé í senn leiklist og skáldskapur um leið og hann er óður til náttúrunnar.
Flestir listamenn viðurkenna að náttúran er þeim óendaleg uppspretta innblásturs þegar kemur að listsköpun. Rithöfundar og skáld hafa skrifað og ort um eldgos og hamfarir um aldir.
En ætli margir hafi lesið úr verkum sínum fyrir náttúruna sjálfa?
Ljóðskáldið Eyrún Ósk Jónsdóttir brá sér í Geldingadali í Fagradalsfjalli og las úr ljóðabók sinni Mamma, má ég segja þér fyrir eldgos og hraunbreiðu. Eyrún hefur bakgrunn í leiklist og segja má að þessi skemmtilegi gjörningur hennar sé í senn leiklist og skáldskapur um leið og hann er óður til náttúrunnar.