SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir26. febrúar 2023

ANDRÝMI. LJÓÐADISKUR HLÍNAR LEIFSDÓTTUR

 

Hlín Leifsdóttir er íslensk söngkona og rithöfundur sem búsett er í borginni Píraeus í  Grikklandi. Hlín hefur nýverið gefið út ljóðadiskinni Andrými, þar sem hún flytur frumsamin ljóð við tónlist eftir gríska tónlistarmanninn Vasilis Chountas, sem notar listamannsnafnið Morton í verkinu.

Í viðtali sem birtist í Fréttablaðinu síðastliðið haust kemur fram að Hlín vinnur ljóðadiskinn í samstarfi við Institute for Experimental Arts eða Stofnun í tilraunalistum. Það er alþjóðleg stofnun en var stofnuð í Aþenu árið 2008 og vinnur að alls kyns tilraunalist en meðlimir eru frá ýmsum löndum.

Eins og fram er komið eru ljóðin sem Hlín flytur á disknum frumsamin á íslensku en einnig fylgja með þýðingar svo fleiri geti skilið innihald þeirra.

Hlín ber hag ljóðlistarinnar fyrir brjósti og segir í ofannefndu viðtali: „Ef ljóðið á að lifa af í þessum tækniheimi, þegar fólk er ekki mikið að lesa, ef ljóðið á að verða almenningseign og ekki bara í fílabeinsturni fyrir elítu, þá þarf að nota tónlist og myndlist og allt það sem þýðingarvél, fyrir ljóðin.“

Hlín hefur ekki ennþá gefið út ljóðabók en hún hefur ort ljóð árum saman og stefnir að útgáfu, jafnvel nú í sumar.

Ljóðadiskurinn Andrými er gefinn út á rafrænu formi og má nálgast hann hér.