SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir 8. janúar 2022

LJÓÐ DAGSINS - Endurminning úr Hinu dapra hrauni

Ljóð dagsins er Endurminning úr Hinu dapra hrauni en það er annað ljóðið eftir konu sem birtist í Tímariti Máls og menningar sem hefur komið út í einn áratug, þegar hér er komið sögu. Fyrsta ljóð eftir konu birtist í öðru hefti tímaritsins árið 1940. Síðan líða átta ár.
 
Ljóðið Endurminning úr Hinu dapra hrauni birtist í þriðja hefti tímaritsins árið 1946 (bls. 256), í desember, og höfundur er Fríða Einars en það var dulnefni Málfríðar Einarsdóttur framan af.
 
 
Endurminning úr Hinu dapra hrauni
 
Dagur er liðinn af ljósum
lognsævar öldum
út yfir dulvíddir drauma
daprar og heitar.
 
Hrímþoka lyppast í lyngi,
lyppast og saumar
fangamörk kvíðans og kuldans
kulnuðu laufi.
 
Enn gengur dagur að djúpi,
draumblámi nætur
litverpir laufþekjur moldar
lognsvölu húmi.
 
 
Mynd: JGT