Ritstjórn∙16. maí 2021
LJÓÐ DAGSINS - Nýtt ljóð eftir Elísabetu

Elísabet Kristín Jökulsdóttir er á miklu flugi þessa dagana. Verðlaunaverkið Aprílsólarkuldi vermir metsölulista viku eftir viku og nýverið birtist vönduð úttekt á skáldskap hennar á vef Bókmenntaborgarinnar Reykjavíkur, etir Jón Özur Snorrason, sem ber yfirskriftina "Ástin er opnun" og lesa má hér. Þá má líka minna á þessa grein um skáldskaparheim Elísabetar, sem ber titilinn "Tilfinningar eru eldsneyti fyrir hugmyndir" og lesa má hér.
Í dag birti Elísabet nýtt ljóð eftir sig á facebook sem vísar til þeirra hörmungaatburða sem núna eiga sér stað í Palestínu og fangar vel vanmátt okkar:
Það er voða lítið sem ég get gertnema vitja fugla himinsinsSéð hvernig trén koma undan vetriVoða lítiðNema hellt uppá kaffiog steytt hnefann.
Ljóð og mynd eru birt með leyfi Elísabetar.