SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Ritstjórn16. maí 2021

LJÓÐ DAGSINS - Nýtt ljóð eftir Elísabetu

 
Elísabet Kristín Jökulsdóttir er á miklu flugi þessa dagana. Verðlaunaverkið Aprílsólarkuldi vermir metsölulista viku eftir viku og nýverið birtist vönduð úttekt á skáldskap hennar á vef Bókmenntaborgarinnar Reykjavíkur, etir Jón Özur Snorrason, sem ber yfirskriftina "Ástin er opnun" og lesa má hér. Þá má líka minna á þessa grein um skáldskaparheim Elísabetar, sem ber titilinn "Tilfinningar eru eldsneyti fyrir hugmyndir" og lesa má hér.
 
Í dag birti Elísabet nýtt ljóð eftir sig á facebook sem vísar til þeirra hörmungaatburða sem núna eiga sér stað í Palestínu og fangar vel vanmátt okkar:
 
 
 
Það er voða lítið sem ég get gert
nema vitja fugla himinsins
Séð hvernig trén koma undan vetri
Voða lítið
Nema hellt uppá kaffi
og steytt hnefann.
 
Ljóð og mynd eru birt með leyfi Elísabetar.