SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir23. mars 2023

VILTU STÍGA ÚT FYRIR ÞÆGINDARAMMANN? Ritsmiðja fyrir skúffuskáld

Dagana 28. og 30. mars og 3. apríl munu þær Sæunn Unu Þórisdóttir og Ásdís B. Káradóttir vera með ritsmiðju í Bókasamlaginu, Skipholti 19.
 
Námskeiðið er ólíkt öðrum námskeiðum fyrir skúffuskáld að ýmsu leyti og má sem dæmi nefna að Sæunn og Ásdís:
 
 Kynna ritstjórnarferlið.
 Bjóða þátttakendum að skila inn texta og fá ritstjórn og endurgjöf.
 Fara yfir praktísk atriði varðandi útgáfu.
 Nota leidda hugleiðslu við hugmynda vinnu.
 Æfa hvernig hægt er að nota myndir og minningar sem kveikjur.
 
Umsagnir þátttakenda:
„Mér þótti mjög áhugavert að sjá ritstjórnarhliðina á bókaútgáfu. Ég væri til í framhald. Takk fyrir mig“
„Hæfilega langt námskeið, bæði skipti og lengd hvers tíma, stiklað á mörgu áhugaverðu. Fínar æfingar. Allt gert til að vekja löngun í annað námskeið. Lystauki!“
„Ritsmiðjan hentar vel sem kveikja fyrir verk sem liggja í skúffum eða kolli þátttakenda. Kveikjan færir þau í dagsljósið fyrir hlustendur og vonandi í bók“
 
Leiðbeinendur:
Ásdís B. Káradóttir MA í ritlist, BA í bókmenntafræði, hjúkrunarfræðingur, diplóma í sálgæslu og
Jóga Nidra kennararéttindi.
Sæunn Unu Þórisdóttir MA í hagnýtri ritstjórn og útgáfu, BA í bókmenntafræði með ritlist sem aukagrein, útstillingahönnuður.