SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir11. apríl 2023

MÁTTUGAR MEYJAR - 10 ára afmæli Konubókastofu

Framundan er afar glæsileg bókmenntahátíð í tilefni af 10 ára afmæli Konubókastofu. Hátíðin ber yfirskriftina Máttugar meyjar og verður haldin á Eyrarbakka 15.-23. apríl en hún fer fram á ýmsum menningarstöðum í bænum.

Hátíðin verður með afar fjölbreyttu sniði en þar verður boðið upp á rappnámskeið, spennusagnasmiðju fyrir börn, jóga, uppistand og fræðilega umfjöllun um félagslega stöðu ráðskvenna í sveit, svo að fátt eitt sé nefnt.

Þá mætir á svæðið fjöldi skáldkvenna og les úr verkum sínum. Á sunnudeginum skarast hátíðin saman við Bókmenntahátíð í Reykjavík en þá verður gestum boðið til samtals við Þórunni Valdimarsdóttur og ástralska höfundinn Hönnuh Kent í Rauða Húsinu.

Að lokinni formlegri dagskrá verður gestum boðið til veglegrar afmælisveislu. 

Nánari upplýsingar og dagskrá má nálgast á heimasíðu Konubókastofu.