SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir19. apríl 2023

SKÁLD REKA AÐ LANDINU...

Bókmenntahátíð í Reykjavík verður sett í dag kl. 18 í IÐNÓ, með ávarpi menningar- og viðskiptamálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur, en hátíðin er nú haldin í sextánda skiptið.

Öll dagskrá dagsins í dag fer fram í IÐNÓ en á morgun verða viðburðir bæði í IÐNÓ  og NORRÆNA HÚSINU og síðan bætast fleiri staðir við en hátíðinni lýkur á sunnudaginn 23. apríl, á degi bókarinnar.

Nokkir hliðarviðburðir (off-venue) fara einnig fram meðfram eiginlegri dagskrá hátíðarinnar og í dag kl. 17 er einn slíkur, en þá kynnir Una - útgáfuhús nýja bók, ritgerðasafnið SKÁLDREKI / WRITERS ADRIFT, eftir höfunda af erlendum uppruna. Í kynningu útgáfunnar segir:

 

Á síðustu áratugum hefur ört fjölgandi hópur innflytjenda á Íslandi auðgað menningu landsins og listir. Á meðal þeirra sem skolað hefur á land leynast rithöfundar og skáld. Þessir aðkomuhöfundar eru skáldreki, frjósöm gjöf hafsins. Í þessu ritgerðasafni segja tíu höfundar af erlendum uppruna frá sögu sinni, löngunum og þrám; fjalla um búferlaflutninga, að fóta sig í nýrri menningu, að skilja og finna rödd sína á íslensku eða að ná til nýrra lesenda á sínu eigin tungumáli. Hér er á ferð ferskt sjónarhorn, frumleg málbeiting og öðruvísi sögur. Hörund. Bein. Kjöt. Fita. Gjörðu svo vel.

 

Útgáfuhóf bókarinnar fer fram í Sunnusal Iðnó og er tilvalið að koma þar við áður en hátíðin sjálf er sett.

Í kvöld eru svo fjórir viðburðir á dagskrá hátíðarinnar:

Kl. 19.30 | Iðnó Samtal: Örvar Smárason, Mariana Enriquez og Hildur Knútsdóttir

Kl. 20.30 | Iðnó Samtal: Colson Whitehead, Natasha S. og Kristín Eiríksdóttir

Kl. 21.30 | Iðnó Samtal: Hannah Kent, Haukur Már og Kristín Svava

Kl. 22.30 | Iðnó Hliðarviðburður: Tónlistar-­teikni upplestur Mariönu Enriquez í boði Angústúru

 

Við hvetjum bókaunnendur til að fylgjast með atburðum bókmenntahátíðar og ef þið komist ekki á staðinn má fylgjast með í streymi á netinu. Sjá nánar: https://bokmenntahatid.is/