SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir20. apríl 2023

BÓKMENNTAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK Á SUMARDAGINN FYRSTA

Í dag, sumardaginn fyrsta, er margt spennandi á dagskrá Bókmenntahátíðar í Reykjavík en fjörið hefst strax kl. 11 í NORRÆNA HÚSINU, heldur svo áfram í FYRIRLESTRARSAL NORRÆNA HÚSSINS og IÐNÓ langt fram á kvöld.

 

Dagskráin er eftirfarandi:

 

NORRÆNA HÚSIÐ:

Kl. 11 Viðtal Birtu Björnsdóttur við íranska rithöfundinn DINA NAYERI en bók hennar Vanþakkláti flóttamaðurinn kom út í íslenskri þýðingu Bjarna Jónssonar árið 2022

Kl. 12 Viðtal Jóns Ólafssonar við albanska stjórnmálafræðinginn LEA YPI en bók hennar Frjáls: Æska í skugga járntjaldsins kom út á íslensku í þýðingu Eyrúnar Eddu Hjörleifsdóttur 2022.

Kl. 13 Viðtal Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur við norska blaðamanninn og rithöfundinn Åsne Seierstad en tvær bóka hennar hafa komið út í íslenskri þýðingu: Bóksalinn í Kabúl í þýðingu Ernu G. Árnadóttur árið 2003, og Einn af okkur: Saga af samfélagi í þýðingu Sveins H. Guðmarssonar árið 2016.

Kl. 14 Pallborðsumræður í stjórn Jóns Yngva Jóhannssonar við norska höfundinn Vigdisi Hjorth, norsk/danska höfundinn Kim Leine og danska höfundinn Kirsten Hammann. Bækur eftir þau öll hafa komið út í íslenskum þýðingum. Umræðurnar fara fram á dönsku og norsku.

Kl. 15 Viðtal Halldórs Guðmundssonar við Gyrði Elíasson, sem ekki þarf að kynna fyrir íslenskum lesendum.

 

FYRIRLESTRARSALUR ÞJÓÐMINJASAFNSINS

15.00 Hvað eru framfarir í stjórnmálum? / What is Political Progress? Heimspekistofnun Háskóla Íslands, í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Bókmenntahátíð í Reykjavík, stendur fyrir opnum fyrirlestri LEU YPI. Fyrirlesturinn er fluttur á ensku.

 

 

IÐNÓ

16.00 Íslenskar bókmenntir á skjánum / Icelandic literature on the silver screen

Í júlímánuði árið 2022 tóku 31 íslenskir rithöfundar þátt í bókmenntahátíðinni Readers’ Month í í Slóveníu og Tékkland og lásu upp víða í þessum löndum ásamt þarlendum höfundum og þýðendum. Í kjölfarið voru gerðar sextán átta mínútna langar myndir um nokkra íslensku höfundana. Á þessum hliðarviðburði verður hægt að sjá þessar líflegu svipmyndir af íslenskum rithöfundum og bókmenntum þar sem hver mynd hefur sérstakan leikstjóra á bakvið sig. Viðburðurinn fer fram á ensku.

19.00 Pallborðsumræður í stjórn Veru Knútsdóttur. Þátttakendur LEA YPI, JAN GRUE og DINA NAYERI. Umræðurnar fara fram á ensku.

20.00 Pallborðsumræður  í stjórn Helgu Soffíu Einarsdóttur. Þátttakendur: BOUALEM SANSAL, KIM LEINE og GONCALO TAVARES.

21.00 Pallborðsumræður í stjórn Maríu Elísabetar Bragadóttur. Þátttakendur: JÚLÍA MARGRÉT EINARSDÓTTIR, VIGDIS HJORTH og ALEJANDRO PALOMAS

22.00 Ljóðakvöld

 

Sjá nánar um viðburðina á heimasíðu Bókmenntahátíðar í Reykjavík og við minnum á að hægt er að njóta dagskránnar í streymi líka.