SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir25. apríl 2023

NÝ SKÁLDSAGA, NÝR HÖFUNDUR

Sumarblóm og heimsins grjót er fyrsta skáldsaga Sigrúnar Ölbu Sigurðardóttur. Bókin kemur út bæði sem kilja og rafbók nú í þessum mánuði. Sagan er að hluta til byggð á raunverulegum atburðum og persónum segir í káputexta.

Í byrjun síðustu aldar blasir fátt annað við fátækri stúlku í litlum firði en að giftast, eignast börn, strita ævilangt á sama stað eins og formæðurnar. En Sóleyjar bíður öðruvísi líf og örlögin bera hana burt úr firðinum, til móts við nýja tíma og nýjar hugmyndir. Þegar hún stendur uppi ein með nýfætt barn þarf hún að gangast undir samkomulag sem færir henni bæði frelsi og fjötra. Seiglan fleytir henni gegnum brimrót áfalla og erfiðleika, lífsgleði og traustir vinir halda henni uppi þegar reynir á. Og stundum virðist hamingjan í sjónmáli, eins og segir á bókarkápu.

Sigrún Alba er með er með cand.mag. próf í menningarfræði og menningarmiðlun frá Kaupmannahafnarháskóla. Hún hefur einnig lagt stund á sagnfræði og bókmenntafræði. Hún hefur gefið út fjölda fræðigreina og bóka og sinnt stjórnunarstörfum í Listaháskóla Íslands.

Í rannóknum sínum hefur Sigrún Alba lagt áherslu á að tengja saman ólíkar fræðigreinar, s.s. heimspeki, listfræði og menningarfræði, og vinna úr hefðbundum fræðitextum á skapandi hátt.