SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir 5. maí 2023

LUMAR ÞÚ Á LJÓÐAHANDRITI Í SKÚFFUNNI? - Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar

Nú líður að hinum árlegu bókmenntaverðlaunum sem kennd eru við Tómas Guðmundsson og eru veitt í minningu hans fyrir óprentað handrit að ljóðabók.
 
Senda skal handrit til Reykjavíkurborgar fyrir 1. júní næstkomandi. Handritið þarf að vera frumsamið á íslensku, í þremur eintökum og merktu dulnefni en nafn og símanúmer skal fylgja með í lokuðu umslagi.
 
 
Utanáskrift sendinga:
 
Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar
b.t. Reykjavíkur bókmenntaborgar UNESCO
Ráðhúsi Reykjavíkur
Tjarnargötu 11
101 Reykjavík
 
Það er til mikils að vinna því verðlaunaféð er ein milljón króna en útgáfuréttur verðlaunahandrits er í höndum höfundar eða þess forlags sem hann kýs að starfa með. 
 
Dómnefnd verðlaunanna er skipuð af menningar-, íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar til eins árs í senn. Hana skipa þrír einstaklingar, einn samkvæmt tilnefningu FÍBÚT, einn samkvæmt tilnefningu Reykjavíkur bókmenntaborgar UNESCO og einn samkvæmt tilnefningu Rithöfundasambands Íslands. 
 
 
Myndin er fengin af vefsíðu Reykjavíkurborgar