SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir11. desember 2018

Hnotubrjóturinn og músakóngurinn loksins á íslensku

 

 

Þann 6. desember síðastliðinn kom Hnotubrjóturinn og músakóngurinn í fyrsta sinn út í íslenskri þýðingu. Höfundur verksins er E. T. A. Hoffmann (1776–1822), einn aðalhöfundur rómantísku stefnunnar, en Hulda Vigdísardóttir þýddi verkið úr frumtexta hans á þýsku. Ævintýrið birtist fyrst á prenti í Berlín fyrir meira en tvö hundruð árum en er afar nýstárlegt og óhefðbundið fyrir sinn tíma. Það er skrifað fyrir börn en höfðar þó jafnt til fullorðinna og barna.​​

 

 

 

Sagan er á vissan hátt ákveðið tímamótaverk í bókmenntasögunni þar sem það er með elstu rómantísku ævintýrunum og hefur haft mótandi áhrif á marga seinni tíma listamenn.

Bókin er 140 blaðsíður og prentuð á Íslandi í Ísafoldarprentsmiðju en hana prýða fallegar vatnslitamyndir eftir listakonuna Margréti Reykdal. Hulda annaðist sjálf útgáfu, umbrot og aðra hönnun.